Færeysk fiskeldisfyrirtæki fordæma leiftursdrápin Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 23:54 Drápið á 1.428 leiftrum, hvölum af höfrungaætt, í Skálafirði í Færeyjum um síðustu helgi hefur vakið mikil viðbrögð víða um heim. Samtök fiskeldisfyrirtækja þar í landi fordæma drápið og landsstjórnin boða endurskoðun á reglum um höfrungadráp. Sea Sheperd Havbúnaðarfelagið, samtök stærstu fiskeldisfyrirtækja Færeyja fordæmdi stórfellt dráp á leiftrum, hvölum af ætt höfrunga, sem átti sér stað í Skálafirði um síðustu helgi. Þar voru 1.428 dýr drepin. Atburðurinn hefur vakið mikla reiði utanlands sem innan, en landsstjórnin í Færeyjum hyggst taka reglur um höfrungaveiðar til gagngerrar endurskoðunar. Samtökin undirstrika að fyrirtækin hafi hvergi komið nærri drápinu, og engir bátar eða aðstaða frá þeim hafi verið nýtt til drápanna eða eftir þau. Í samtali við danska ríkisútvarpið, DR, segir Regin Jacobsen, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Bakkafrost, að fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um málið frá viðskiptavinum erlendis. Málið geti stórskaðað útflutningsfyrirtæki og því fagnar hann því að stjórnvöld ætli að taka málið föstum tökum. Að hans mati kæmi vel til greina að banna allt höfrungadráp. „Það er jákvætt að stjórnvöld gáfu þessa yfirlýsingu, því auðvitað er þetta viðkvæmt pólitískt mál. Grindhvaladráp er samofið færeyskri menningu í gegnum aldirnar, en það er alls engin hefð fyrir höfrungadrápi.“ Í tilkynningu sem birt er á ensku á vef færeysku landstjórnarinnar segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, að málið væri litið alvarlegum augum. „Þó veiðarnar séu taldar sjálfbærar munum við grandskoða leiftursdrápin og meta stöðu þeirra í færeysku samfélagi,“ segir hann og bætir við að landstjórnin mun hefja endurmat á reglum um leiftursveiðar. We will be looking closely at the dolphin hunts, and what part they should play in Faroese society. The government has decided to start an evaluation of the regulations on the catching of Atlantic white-sided dolphins.Prime Minister Bárður á Steig Nielsenhttps://t.co/EsAldXVxDM— Govt. Faroe Islands (@Tinganes) September 16, 2021 Leifturstorfan sem gekk inn í Skálafjörð var að sögn lögmannsins sú langstærsta sem sést hefur. Færeyingar veiða árlega um 600 grindhvali og 250 leiftur. Síðarnefnda tegundin hefur verið nokkurs konar aukaafurð með grindhvaladrápi, en þó stöku sinnum veidd ein og sér. Færeyjar Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04 Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Samtökin undirstrika að fyrirtækin hafi hvergi komið nærri drápinu, og engir bátar eða aðstaða frá þeim hafi verið nýtt til drápanna eða eftir þau. Í samtali við danska ríkisútvarpið, DR, segir Regin Jacobsen, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Bakkafrost, að fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um málið frá viðskiptavinum erlendis. Málið geti stórskaðað útflutningsfyrirtæki og því fagnar hann því að stjórnvöld ætli að taka málið föstum tökum. Að hans mati kæmi vel til greina að banna allt höfrungadráp. „Það er jákvætt að stjórnvöld gáfu þessa yfirlýsingu, því auðvitað er þetta viðkvæmt pólitískt mál. Grindhvaladráp er samofið færeyskri menningu í gegnum aldirnar, en það er alls engin hefð fyrir höfrungadrápi.“ Í tilkynningu sem birt er á ensku á vef færeysku landstjórnarinnar segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, að málið væri litið alvarlegum augum. „Þó veiðarnar séu taldar sjálfbærar munum við grandskoða leiftursdrápin og meta stöðu þeirra í færeysku samfélagi,“ segir hann og bætir við að landstjórnin mun hefja endurmat á reglum um leiftursveiðar. We will be looking closely at the dolphin hunts, and what part they should play in Faroese society. The government has decided to start an evaluation of the regulations on the catching of Atlantic white-sided dolphins.Prime Minister Bárður á Steig Nielsenhttps://t.co/EsAldXVxDM— Govt. Faroe Islands (@Tinganes) September 16, 2021 Leifturstorfan sem gekk inn í Skálafjörð var að sögn lögmannsins sú langstærsta sem sést hefur. Færeyingar veiða árlega um 600 grindhvali og 250 leiftur. Síðarnefnda tegundin hefur verið nokkurs konar aukaafurð með grindhvaladrápi, en þó stöku sinnum veidd ein og sér.
Færeyjar Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04 Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04
Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00