„Við afgreiðum svona mál innanhúss í Sjálfstæðisflokknum“ Snorri Másson skrifar 8. júní 2021 19:57 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór mikinn í ræðu á kosningavöku um helgina, en er ekki áhugasamur um að rekja efni ræðunnar nánar. Vísir/Vilhelm „Það væri lítið varið í prófkjör ef það væri ekkert kapp í fólki sem er að bjóða sig fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýafstaðið prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem hann bar sigur úr býtum. Myndband af sigurræðu Guðlaugs hefur vakið athygli, þar sem hann sagði sigur sinn upphaf að því sem koma skyldi en ræddi einnig mótlætið sem hann hafi mætt. Sigurinn hafi ekki verið auðsóttur enda hefðu einhverjir beitt sér gegn honum. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur innblásinn við stuðningsmenn sína eftir sigurinn. Guðlaugur er fáorður, en glaður í bragði, þegar hann er inntur eftir nánari skýringum á ummælum sínum á kosningavökunni. „Án þess að ég fari eitthvað nánar út í það, liggur það alveg fyrir hver úrslitin eru. Það er ekki mikið meira um það að segja. Það er augljóst að ég bar sigur úr býtum í þessu prófkjöri. Þeir sem vildu ekki að ég yrði þar, þeir biðu lægri hlut. Við afgreiðum svona mál innanhúss í Sjálfstæðisflokknum. Það liggur alveg fyrir hver úrslitin eru og ég er mjög ánægður með þau og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist ekki hafa neitt um ummæli Guðlaugs Þórs að segja en leggur áherslu á að hún ein hafi verið í framboði en ekki einhver hópur. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti að loknum sigri. Ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ segir Áslaug. Bjarni Benediktsson kveðst ekki heldur þekkja nákvæmlega til hvers Guðlaugur var að vísa en sagði að þetta væru orð sem hefðu verið látin falla í hita leiksins. „Ég er bara ánægður með heildarbraginn á þessu prófkjöri þó að það hafi verið spenna svona undir lokin,“ sagði Bjarni. Bjarni taldi helst að Guðlaugur kynni að vera vísa til þess að hann ætti tilkall til oddvitasætisins vegna þess að það væri komið að honum í goggunarröðinni. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson var í viðtali hjá Stöð 2 um málið eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. 8. júní 2021 13:44 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Myndband af sigurræðu Guðlaugs hefur vakið athygli, þar sem hann sagði sigur sinn upphaf að því sem koma skyldi en ræddi einnig mótlætið sem hann hafi mætt. Sigurinn hafi ekki verið auðsóttur enda hefðu einhverjir beitt sér gegn honum. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur innblásinn við stuðningsmenn sína eftir sigurinn. Guðlaugur er fáorður, en glaður í bragði, þegar hann er inntur eftir nánari skýringum á ummælum sínum á kosningavökunni. „Án þess að ég fari eitthvað nánar út í það, liggur það alveg fyrir hver úrslitin eru. Það er ekki mikið meira um það að segja. Það er augljóst að ég bar sigur úr býtum í þessu prófkjöri. Þeir sem vildu ekki að ég yrði þar, þeir biðu lægri hlut. Við afgreiðum svona mál innanhúss í Sjálfstæðisflokknum. Það liggur alveg fyrir hver úrslitin eru og ég er mjög ánægður með þau og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist ekki hafa neitt um ummæli Guðlaugs Þórs að segja en leggur áherslu á að hún ein hafi verið í framboði en ekki einhver hópur. „Fólk tjáir sig með alls konar hætti að loknum sigri. Ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ segir Áslaug. Bjarni Benediktsson kveðst ekki heldur þekkja nákvæmlega til hvers Guðlaugur var að vísa en sagði að þetta væru orð sem hefðu verið látin falla í hita leiksins. „Ég er bara ánægður með heildarbraginn á þessu prófkjöri þó að það hafi verið spenna svona undir lokin,“ sagði Bjarni. Bjarni taldi helst að Guðlaugur kynni að vera vísa til þess að hann ætti tilkall til oddvitasætisins vegna þess að það væri komið að honum í goggunarröðinni. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson var í viðtali hjá Stöð 2 um málið eftir ríkisstjórnarfund í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. 8. júní 2021 13:44 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. 8. júní 2021 13:44
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30