Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júní 2021 18:35 Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira