Erlent

Skólabörnum rænt í Tegina í Nígeríu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mannránum þar sem farið er fram á lausnargjald hefur fjölgað á síðustu mánuðum.
Mannránum þar sem farið er fram á lausnargjald hefur fjölgað á síðustu mánuðum. epa/Akintunde Akinleye

Vígamenn í Nígeríu rændu í gær fjölmörgum skólabörnum í bænum Tegina. Enn er óljóst hversu mörg börn er um að ræða. Kennari við skólann segir í samtali við breska ríkisútvarpið að þau hafi verið 150 en aðrir miðlar tala um rúmlega 200.

Árásir sem þessar verða sífellt algengari í norðurhluta landsins en í febrúar voru 300 stúlkur teknar á sama svæði. Þeim var flestum sleppt aftur gegn lausnargjaldi. 

Vitað er um að minnsta kosti sex mannrán frá því í desember, þar sem um 800 nemendum og starfsmönnum skóla var rænt.

Tveir voru skotnir í árás gærdagsins en vígamennirnir komu í bæinn á mótorhjólum og vel vopnaðir. Búist er við því að þeir muni fara fram á lausnargjald fyrir börnin, sem eru á aldrinum sex til átján ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×