Erlent

Á­tján ára drengur kærður eftir bana­til­ræði við aktív­ista

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sasha var skotin í höfuðið í partýi síðustu helgi.
Sasha var skotin í höfuðið í partýi síðustu helgi. getty/Guy Smallman

Á­tján ára drengur hefur verið kærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða breska að­gerða­sinnann Söshu John­son. Sasha liggur þungt haldin á sjúkra­húsi eftir að hún var skotin í höfuðið fyrir viku síðan.

Fimm karl­menn voru hand­teknir vegna málsins á mið­viku­daginn en fjórum þeirra hefur verið sleppt ú haldi gegn tryggingu. Einn þeirra hefur hins vegar verið kærður og mætti fyrir dómara í morgun.

Maðurinn er á­tján ára gamall og heitir Ca­meron Deriggs. Sam­kvæmt um­fjöllun The Guar­dian er hann frá Suður-London.

Sasha var skotin í höfuðið í garð­partýi að­fara­nótt síðasta sunnu­dags. Skyndi­lega ruddust fjórir dökk­klæddir menn þangað inn og hleyptu af skotum.

Sasha var einn helsti for­kólfur hreyfingarinnar Black Lives Matter í Bret­landi. Hún hjálpaði einnig til við stofnun nýs stjórn­mála­flokks í landinu Taking the Initi­ati­ve Par­ty, sem mætti kannski helst þýða á ís­lensku sem Frum­kvæðis­flokkinn. Flokkurinn leggur á­herslu á að koma svörtum stjórn­mála­mönnum inn á þing.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×