Innlent

Ók á hjólreiðamann og fór af vettvangi

Samúel Karl Ólason skrifar
Reiðhjólamaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Reiðhjólamaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm

Ökumaður bifhjóls ók í dag á hjólreiðamann á göngustíg í Breiðholti í dag. Ökumaður bifhjólsins fór af vettvangi án þess að kanna ástanda hjólreiðamannsins, en sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, þar sem einnig segir að tveir menn hafi verið í tveimur líkamsárásum á öðrum tímanum í dag. Annar var handtekinn í Kópavogi og hinn í Breiðholti.

Þar að auki voru tveir menn handteknir fyrir þjófnað úr verslun í Grafarvogi. Þeir eru grunaðir um aðild að fleiri þjófnaðarmálum og voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um innbrot í geymslu í Laugardalnum og tilkynning um að reiðhjóli hefði verið stolið við líkamsræktarstöð. Það fannst nokkrum tímum síðar.

Þá var ökumaður stöðvaður akstur í miðbænum skömmu eftir klukkan tíu í morgun. Sá var undir áhrifum fíkniefna og reyndist ekki vera með gild ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×