Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

„Þurfum á öllum að halda fyrir loka á­hlaup í deildinni“

„Fyrst af öllu vil ég hrósa Atalanta. Við vorum slakir í síðustu viku og þeir spiluðu vel. Atalanta átti skilið að fara áfram því við gerðum hlutina alltof erfiða fyrir okkur,“ sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Róm­verjar svífa um á bleiku skýi De Rossi

Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Le­verku­sen neitar að tapa

Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við spiluðum illa og áttum skilið að tapa“

„Þetta var skelfilegur leikur, guð minn góður. Við byrjuðum vel, mjög vel, en héldum því ekki áfram. Við vorum alls staðar en á sama tíma ekki neins staðar“ sagði Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir 0-3 tap gegn Atalanta. 

Fótbolti
Fréttamynd

Stíflan brast undir lokin og Leverkusen vann

West Ham tók á móti Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og veitti gestunum hörku viðureign, en tapaði að endingu 0-2. Jonas Hoffmann og Victor Boniface tryggðu Leverkusen sigurinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool fer til Ítalíu

Dregið var í átta liða úrslit og undanúrslit Evrópudeildar UEFA í fótbolta í dag. Á meðal liða í keppninni er Liverpool sem mætir Atalanta frá Ítalíu í undanúrslitunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm marka kvöld hjá West Ham

West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool tryggði sig nánast á­fram

Liverpool er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 sigur gegn Sparta Prag í Tékklandi í kvöld. Það virðist því nánast formsatriði að spila seinni leikinn í Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Ben­fi­ca naum­lega á­fram

Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi.

Fótbolti