Fótbolti

Fyrir­liðinn Mk­hitary­an verður ekki með gegn Ís­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mkhitaryan verður ekki með gegn Íslandi síðar í mánuðinum.
Mkhitaryan verður ekki með gegn Íslandi síðar í mánuðinum. Lukasz Sobala/Getty Images

Henrikh Mkhitaryan, besti leikmaður Armeníu og fyrirliði landsliðs þeirra, verður ekki með er Ísland mætir Armeníu sunnudaginn 28. mars næstkomandi í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar.

Mkhitaryan tognaði nýverið á kálfa í leik með Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, samkvæmt Sky Sports Italia. Nú hefur verið staðfest að hann missi af komandi landsliðsglugga þar sem Armenía og Ísland mætast meðal annars.

Mkhitaryan hefur leikið einkar vel með Roma á leiktíðinni og virðist vera finna sitt gamla form eftir erfiða dvöl hjá Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Mkhitaryan hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur níu í 25 leikjum með Roma í Serie A á leiktíðinni. Það eru því einkar jákvæðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að hann verði ekki með í leiknum þann 28. mars.


Tengdar fréttir

Al­freð ekki með í næsta lands­liðs­verk­efni

Alfreð Finnbogason verður ekki með íslenska landsliðinu er undankeppni HM 2022 fer af stað síðar í mánuðinum. Þetta staðfesti hann í viðtali á vef þýska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×