Fótbolti

Steven Gerrard gerði Rangers að skoskum meisturum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liðsmenn Rangers geta fagnað vel og innilega í dag og í kvöld, og líklega eitthvað lengur.
Liðsmenn Rangers geta fagnað vel og innilega í dag og í kvöld, og líklega eitthvað lengur. Craig Williamson/Getty

Nú er það orðið ljóst að Rangers er skoskur meistari eftir að erkifjendur þeirra í Celtic mistókst að vinna Dundee United á útivelli. Rangers eru með 88 stig eftir 32 leiki á toppi skosku deildarinnar, 20 stigum á undan Celtic sem eru í öðru sæti.

Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool, er búinn að gera Rangers að skoskum meisturum. Honum tókst, ásamt lærisveinum sínum, að gera það sem engu öðru liði hefur tekist síðan tímabilið 2010/2011, en það er að koma í veg fyrir að Celtic vinni skoska meistaratitilinn.

Rangers hafa verið hreint út sagt magnaðir á þessu tímabili. Í þessum 32 leikjum hafa þeir unnið 28, gert fjögur jafntefli og ekki tapað einum einasta leik. Þeira hafa einnig skorað 77 mörk og aðeins fengið á sig níu.

Rangers eru einnig komnir í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar og þriðju umferð skosku bikarkeppninnar og ljóst að Steven Gerrard ætlar sér stóra hluti með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×