Handbolti

Seinni bylgjan: Langþráð hvíld rædd í Lokaskotinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Strákarnir í Seinni bylgjunni voru sammála um að leikmenn væru hvíldinni fegnir.
Strákarnir í Seinni bylgjunni voru sammála um að leikmenn væru hvíldinni fegnir.

Landsleikjahlé er framundan í Olís deildinn og strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu um langþráða hvíld leikmanna og veltu fyrir sér hverjir gætu unnið deildina í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni í gær.

Mikið álag hefur verið á leikmenn Olís deildarinnar eftir langa pásu vegna Covid. Margir fagna því að fá langþráða hvíld nú þegar landsleikjahlé er framundan. 

Sérfræðingar þáttarins nefndu til að mynda að lið eins og FH og Afturelding hefðu gott af smá hvíld. Ásbjörn Friðriksson, einn besti leikmaður FH síðustu ára, hefur til dæmis ekki getað spilað vegna meiðsla.

Strákarnir veltu líka fyrir sér hverjir gætu staðið uppi sem sigurvegarar deildarinnar, ásamt því að skoða stuttlega hvaða lið gætu setið eftir og misst af úrslitakeppni. 

Þeir voru sammála um það að Haukar væru líklegastir til afreka ásamt Valsmönnum. Enn frekar höfðu þeir áhyggjur af því að Afturelding gæti farið að missa af lestinni.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×