Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 12:23 Fólk bíður í löngum röðum eftir áfyllingum á súerfnistanka í Suður-Ameríku. Þessi mynd var tekin í Perú. AP/Martin Mejia Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18
Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00
Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00