Viðskipti innlent

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Logi fer yfir stöðu og horfur

Atli Ísleifsson skrifar
Logi Einarsson verður gestur Jóhannesar Þórs Skúlasonar í þættinum.
Logi Einarsson verður gestur Jóhannesar Þórs Skúlasonar í þættinum. SAF

Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í öðrum þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar.

Í þáttunum verður reynt að leiða fram þá sýn sem flokkarnir hafa gagnvart viðspyrnu og framtíð atvinnugreinarinnar og efnahagslífsins inn í næstu mánuði og næsta kjörtímabil.

Hvernig sjá þau framtíð greinarinnar fyrir sér? Hvernig ætla þau að styðja við endurreisn hennar og hvaða breytingar þarf að gera á rekstrarumhverfinu? Hvert verður hlutverk ferðaþjónustu í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun á næstu árum og áratugum?

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, mun ræða við Loga og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×