Jóhann Berg meiddur af velli í jafn­tefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í leiknum í kvöld.
Jóhann Berg í leiknum í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik er Burnley og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jóhann Berg hafði skorað í tveimur síðustu úrvalsdeildarleikjum Burnley og var í byrjunarliðinu í kvöld en fór af velli á 39. mínútu vegna meiðsla.

Staðan var markalaus í hálfleik en Ola Aina kom Fulham yfir á 49. mínútu. Sú forysta stóð þó bara í þrjár mínútur því þá hafði Ashley Barnes jafnað metin.

Liðin skiptust á að stýra leiknum það sem eftir lifði leiksins en hvorugt liðið náði að skora fleiri mörk. Lokatölur 1-1.

Þrautaganga Fulham á Turf Moor heldur því áfram. Þeir hafa ekki unnið þar í síðustu 31 tilraunum.

Burnley er í fimmtánda sætinu með 27 stig en Fulham er í átjánda sætinu með nítján stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira