Sport

„Verður kóngurinn áfram kóngurinn eða er prinsinn að fara að taka við?“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tampa bíður í ofvæni.
Tampa bíður í ofvæni. vísir/Getty

Orrustan um Ofurskálina fer fram í Tampa í kvöld þar sem hinn aldni höfðingi, Tom Brady, mætir björtustu von NFL deildarinnar, Patrick Mahomes.

Guðjón Guðmundsson ræddi um leikinn við Henry Birgi Gunnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er í raun og veru algjör draumaúrslitaleikur. Við erum annars vegar með kónginn, Tom Brady, 43 ára gamall á leiðinni í sinn tíunda Superbowl.“

„Hinumegin er Patrick Mahomes, prinsinn, tengdasonur Mosfellsbæjar. Meistari í fyrra og er eini leikmaðurinn í deildinni sem getur toppað Brady og náð þeim árangri sem hann hefur náð. Árangri sem er einstakur og enginn hélt að það væri hægt að jafna,“ segir Henry Birgir.

„Ef einhver maður getur það er það Patrick Mahomes. Það munar átján árum á þeim og þetta er algjört draumaeinvígi. Verður kóngurinn áfram kóngurinn eða er prinsinn að fara að taka við?“ spyr Henry Birgir Gunnarsson.

Leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 23:25 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 22:00 með veglegri upphitun.

Klippa: Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum fer fram í kvöld

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×