Erlent

Norsku konungs­hjónin heim­sækja Ask á morgun

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
BF5A4D45DB433B15B9C2F665CADB9DD805022F3651B67E7829790209D5832482_713x0
GETTY/PATRICK VAN KATWIJK

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu sækja bæinn Ask heim á morgun og ræða við fólk sem missti allt sitt í hamförunum.

Þetta kemur fram á norska ríkismiðlinum NRK.

Auk þeirra verður Hákons krónprins Noregs með í för og munu þau einnig hitta fyrir björgunarsveitarmenn sem hafa unnið við leit á svæðinu síðan skriðurnar féllu.

Leitarhundar fundu í dag lík einnar manneskju til viðbótar eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. Einn fannst látinn í rústunum í gær og er átta enn saknað.

Norska lögreglan birti í gær nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×