Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 07:52 Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen. Alvogen Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. Lyfið hefur verið gefið COVID-19 sjúklingum víða um heim og þar á meðal á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu en von er á lyfinu til landsins á næstu dögum. Lyfið kemur frá lyfjaframleiðanda á Indlandi. Útgöngubann flækti flutninginn úr landinu Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, ræddi um framtakið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Eins og kannski margir vita þá tekur um það bil tíu ár að þróa ný lyf og koma á markað og þess vegna skiptir miklu máli að skoða þau veirulyf sem eru nú þegar á markaði og virka." Hann segir að nú standi yfir stór rannsókn á lyfinu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í 45 löndum. Það hafi fram að þessu verið notað í fjölmörgum löndum og þar á meðal í Kína. Umrætt lyf er meðal annars framleitt í Indlandi en stjórnvöld þar í landi eru nú búin að setja útflutningsbann á Hydroxychloroquine og hyggjast nýta eigin framleiðslu innanlands. „Ég reikna með að Hydroxychloroquine verði illfáanlegt eða ófáanlegt tiltölulega fljótlega svo það skiptir miklu máli að geta tryggt þessa 50 þúsund pakka til Íslands.“ Skammturinn ætti að duga fyrir 25 þúsund sjúklinga. Hann reiknar með því að lyfið komi hingað til lands á næstu fimm dögum. Það sé keypt af samstarfsaðila Alvogen á Indlandi sem átti það til á lager. „Það er búið að vera þrautinni þyngri að koma þessu til Íslands því að daginn sem að við tókum á móti þessu í flutning þá var sett útgöngubann á Indlandi, þannig það er búið að taka okkur um viku bara að koma þessu til flutningsaðila á Indlandi.“ Bendir til þess að sjúklingar losi sig við veiruna fyrr Fyrstu gögn og rannsóknir benda til þess að malaríulyfið nýtist gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala sagði í Bítinu síðasta miðvikudag að beðið væri eftir frekari staðfestingu á virkni lyfsins en byrjað er að nota það eins og fyrr segir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Við höfum verið að fylgjast með bæði upplýsingum sem eru að koma frá Evrópu og Bandaríkjunum og það eru svona skiptar skoðanir um það hversu gott þetta lyf er. Þetta er mjög lítil rannsókn sem allir eru að tala um.“ Hún segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar bendi til þess að sjúklingar sem fái lyfið losi sig við veiruna fyrr en ella.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira