Fótbolti

Liðs­fé­lagi Ísaks: Ég er ekki heimskur en þetta er eins og högg í magann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jonathan Levi er hann lék með Elfsborg á síðustu leiktíð. Nú er hann samherji Ísaks hjá Norrköping en hversu lengi það varir er erfitt að segja.
Jonathan Levi er hann lék með Elfsborg á síðustu leiktíð. Nú er hann samherji Ísaks hjá Norrköping en hversu lengi það varir er erfitt að segja. Nils Petter Nilsson/Getty Images

Jonathan Levi, samherji Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hjá Norrköping, segir það eins og að fá högg í magann að þjálfarinn Jens Gustafsson hafi yfirgefið félagið.

Á laugardagskvöldið var það ljóst að þjálfarinn Jens Gustafsson myndi ekki vera áfram við stjórnvölinn hjá Íslendingaliðinu en eftir tæp fimm ár hjá félaginu leitar hann nú á nýjar slóðir.

„Við leikmennirnir fengum ekki neinar upplýsingar um þetta en ég er ekki heimskur og les fjölmiðla. Þetta er ekki áfall en þegar ég las þetta var þetta eins og að fá högg í magann,“ sagði Jonathan Levi í samtali við Aftonbladet.

„Okkur var ekki blandað í þetta. Ég hef ekki heyrt frá neinum leikmanni sem fundaði með stjórninni eða eitthvað því um líkt en það er erfitt fyrir þjálfara að fá traust 25 leikmanna. Það er varla hægt, og ekki einu sinni stærstu þjálfurunum tekst það. Þú veist hvernig það er þegar þú færð ekki spiltíma,“ sagði Levi.

Levi bætti því við honum sárni að sjá á eftir Gustafsson en átti eftir að sjá hver kæmi inn í hans stað. Talið er að Gustafsson hafi yfirgefið félagið eftir að hafa ekki náð saman við formanninn Peter Hunt.

Óvíst er hvort að Ísak Bergmann verði í herbúðum Norrköping á næstu leiktíð en Skagamaðurinn er talinn einn eftirsóttasti ungi leikmaðurinn í Evrópu. Juventus, Liverpool og fleiri stórlið eru sögð á eftir honum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×