Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. nóvember 2020 19:46 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Vísir/Egill Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. Í færslunni deilir Landvernd skjáskoti af frétt Vísis um flutningabíl sem valt á Hjallahálsi á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Í fréttinni var haft eftir Gísla Ásgeirssyni, eiganda og framkvæmdastjóra flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, að hann teldi réttast að færa Landvernd trukkinn, þar sem hann teldi samtökin bera ábyrgð á bágum akstursskilyrðum á veginum. Síðastliðið vor kærði Landvernd framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg, en í síðasta mánuði kom fram að framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, teldi að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. „Landvernd styður vegabætur á Vestfjörðum og eina ástæða þess að lagning nýs vegar hefur tafist er sú að Vegagerðin hefur þrjóskast við og ríghaldið í þá útfærslu vegarins sem er LANGVERST FYRIR UMHVERFIÐ,“ segir í færslu Landverndar, sem birt var í gær. Í færslunni segir einnig að Vegagerðin hafi „sannarlega [haft] úr öðrum möguleikum að velja heldur en því að eyðileggja svæði á náttúruminjaskrá og skóg sem nýtur náttúruverndarlaga.“ Nei nei nei! Landvernd ber EKKI ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka. Það gerir hins vegar...Posted by Landvernd umhverfisverndarsamtök on Monday, 9 November 2020 Vegagerðin hafi gengið langt Í samtali við fréttastofu ítrekaði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, það sem fram kom í færslunni og sagði Vegagerðina hafa ákveðið að velja þá leið sem verst væri fyrir umhverfið. „Við erum mjög öfundsjúk út í Vegagerðina að vera með svona góðan PR-fulltrúa sem getur skellt skuldinni af mistökum Vegagerðarinnar á pínulítil félagasamtök,“ segir Auður. Sjálf telur Auður að þær samgöngubætur sem best myndu henta á svæðinu væri svokölluð R-leið, sem felur í sér lagningu vegar í gegnum þéttbýli á Reykhólum. „Landvernd styður vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum, en það er ekki sama hvernig það er gert og við teljum að Vegagerðin hafi gengið mjög langt í því að fá það í gegn að fara þessa leið sem er verst fyrir umhverfið, þegar það er um aðrar leiðir að velja.“ Telur ummæli framkvæmdastjórans ósmekkleg Í fréttinni sem gagnrýni Landverndar snýr að kemur fram að framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, Gísli Ásgeirsson, teldi réttast að færa Landvernd trukkinn sem fór út af að gjöf. „Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði hann þá. Auður gerir athugasemd við þessi ummæli og telur þau ósmekkleg. „Mér finnst að við sem samfélag eigum að vera stíf á því að heimili fólks, sama hvaða starfi það gegnir, séu svolítið friðhelg. Við getum verið ósammála um næstum því allt en ég held að flestir geti verið sammála um það. Mér finnst þetta ekki smekklegt,“ segir Auður. Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. Í færslunni deilir Landvernd skjáskoti af frétt Vísis um flutningabíl sem valt á Hjallahálsi á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Í fréttinni var haft eftir Gísla Ásgeirssyni, eiganda og framkvæmdastjóra flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, að hann teldi réttast að færa Landvernd trukkinn, þar sem hann teldi samtökin bera ábyrgð á bágum akstursskilyrðum á veginum. Síðastliðið vor kærði Landvernd framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg, en í síðasta mánuði kom fram að framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, teldi að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. „Landvernd styður vegabætur á Vestfjörðum og eina ástæða þess að lagning nýs vegar hefur tafist er sú að Vegagerðin hefur þrjóskast við og ríghaldið í þá útfærslu vegarins sem er LANGVERST FYRIR UMHVERFIÐ,“ segir í færslu Landverndar, sem birt var í gær. Í færslunni segir einnig að Vegagerðin hafi „sannarlega [haft] úr öðrum möguleikum að velja heldur en því að eyðileggja svæði á náttúruminjaskrá og skóg sem nýtur náttúruverndarlaga.“ Nei nei nei! Landvernd ber EKKI ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka. Það gerir hins vegar...Posted by Landvernd umhverfisverndarsamtök on Monday, 9 November 2020 Vegagerðin hafi gengið langt Í samtali við fréttastofu ítrekaði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, það sem fram kom í færslunni og sagði Vegagerðina hafa ákveðið að velja þá leið sem verst væri fyrir umhverfið. „Við erum mjög öfundsjúk út í Vegagerðina að vera með svona góðan PR-fulltrúa sem getur skellt skuldinni af mistökum Vegagerðarinnar á pínulítil félagasamtök,“ segir Auður. Sjálf telur Auður að þær samgöngubætur sem best myndu henta á svæðinu væri svokölluð R-leið, sem felur í sér lagningu vegar í gegnum þéttbýli á Reykhólum. „Landvernd styður vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum, en það er ekki sama hvernig það er gert og við teljum að Vegagerðin hafi gengið mjög langt í því að fá það í gegn að fara þessa leið sem er verst fyrir umhverfið, þegar það er um aðrar leiðir að velja.“ Telur ummæli framkvæmdastjórans ósmekkleg Í fréttinni sem gagnrýni Landverndar snýr að kemur fram að framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, Gísli Ásgeirsson, teldi réttast að færa Landvernd trukkinn sem fór út af að gjöf. „Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði hann þá. Auður gerir athugasemd við þessi ummæli og telur þau ósmekkleg. „Mér finnst að við sem samfélag eigum að vera stíf á því að heimili fólks, sama hvaða starfi það gegnir, séu svolítið friðhelg. Við getum verið ósammála um næstum því allt en ég held að flestir geti verið sammála um það. Mér finnst þetta ekki smekklegt,“ segir Auður.
Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08