Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum greinum við frá undirbúningi stjórnvalda fyrir bólusetningu landsmanna við kórónuveirunni en sóttvarnalæknir vonar að gott bóluefni verði tilbúið í byrjun næsta árs.

Þá skorar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar á stjórnvöld að fara að tillögu sóttvarnalæknis um að allir sem koma til landsins verði að fara í skimun en geti ekki valið að fara í tveggja vikna sóttkví í hennar stað.

Við rýnum helstu athugasemdir Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu sem segir Íslendinga lögvernda flest starfsheiti allra Evrópuþjóða og vill meðal annars afnema lögverndun bakara og einkavæða Keflavíkurflugvöll.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×