Fróaði sér fyrir utan sólbaðsstofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 18:01 Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að starsfmaður sólbaðsstofunnar var ung stúlka og að háttsemi mannsins hafði mikil áhrif á hana. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað og handleikið kynfæri sín í vitna viðurvist, fyrir utan sólbaðsstofu í júlí á síðasta ári. Dómurinn féll 30. október síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í dóminum er vísað til skýrslu lögreglunnar af málinu. Þar segir að starfsmaður sólbaðsstofunnar hefði haft samband við lögregluna, þar sem fyrir utan glugga stofunnar hefði maðurinn staðið og fróað sér, beint fyrir framan sæti hennar við afgreiðsluborðið. Starfsmaðurinn gat lýst manninum og þekkti nafn hans, en hann var nýkominn úr ljósatíma á sólbaðsstofunni þegar atvikið átti sér stað. Hann var farinn af vettvangi á reiðhjóli þegar lögreglu bar að garði. Lögregla stöðvaði manninn stuttu síðar. Þá kvaðst hann hafa verið að koma af sólbaðsstofunni, en neitaði því að hafa verið að fróa sér, heldur kvaðst hann hafa verið að klóra sér í pungnum vegna húðsjúkdóms sem valdi kláða. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann blés í áfengismæli sem sýndi 2,35‰. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður starfsmannsins sé skýr og trúverðugur, auk þess sem framburður vitnis, sem mætti starfsmanninum í miklu uppnámi í kjölfar atviksins, styðji við hann. Þá liggur fyrir myndskeið úr eftirlitsmyndavélum sólbaðsstofunnar af því hvar maðurinn stendur við glugga stofunnar, setur hönd inn um buxnaklauf sína og tekur getnaðarliminn út. Maðurinn var eins og áður sagði dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar, sem fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi hann skilorð. Við ákvörðun refsingar hafði áfengisástand mannsins ekki áhrif. Hins vegar var litið til þess að starfsmaðurinn sem brotið beindist gegn var ung stúlka og að háttsemi mannsins hafði mikil áhrif á hana. Manninum var einnig gert að greiða verjanda sínum málsvarnarlaun sem námu 607.910 krónum, auk þess sem hann þurfti að greiða 39.343 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað og handleikið kynfæri sín í vitna viðurvist, fyrir utan sólbaðsstofu í júlí á síðasta ári. Dómurinn féll 30. október síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í dóminum er vísað til skýrslu lögreglunnar af málinu. Þar segir að starfsmaður sólbaðsstofunnar hefði haft samband við lögregluna, þar sem fyrir utan glugga stofunnar hefði maðurinn staðið og fróað sér, beint fyrir framan sæti hennar við afgreiðsluborðið. Starfsmaðurinn gat lýst manninum og þekkti nafn hans, en hann var nýkominn úr ljósatíma á sólbaðsstofunni þegar atvikið átti sér stað. Hann var farinn af vettvangi á reiðhjóli þegar lögreglu bar að garði. Lögregla stöðvaði manninn stuttu síðar. Þá kvaðst hann hafa verið að koma af sólbaðsstofunni, en neitaði því að hafa verið að fróa sér, heldur kvaðst hann hafa verið að klóra sér í pungnum vegna húðsjúkdóms sem valdi kláða. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann blés í áfengismæli sem sýndi 2,35‰. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður starfsmannsins sé skýr og trúverðugur, auk þess sem framburður vitnis, sem mætti starfsmanninum í miklu uppnámi í kjölfar atviksins, styðji við hann. Þá liggur fyrir myndskeið úr eftirlitsmyndavélum sólbaðsstofunnar af því hvar maðurinn stendur við glugga stofunnar, setur hönd inn um buxnaklauf sína og tekur getnaðarliminn út. Maðurinn var eins og áður sagði dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar, sem fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi hann skilorð. Við ákvörðun refsingar hafði áfengisástand mannsins ekki áhrif. Hins vegar var litið til þess að starfsmaðurinn sem brotið beindist gegn var ung stúlka og að háttsemi mannsins hafði mikil áhrif á hana. Manninum var einnig gert að greiða verjanda sínum málsvarnarlaun sem námu 607.910 krónum, auk þess sem hann þurfti að greiða 39.343 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira