Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Þáttaskil urðu í baráttunni gegn kórónuveirunni við fregnir um að nýtt bóluefni veiti vörn í 90% tilvika. Við ræðum ræðum við prófessor í ónæmisfræði um bóluefnið í fréttatíma okkar klukkan 18:30 sem sýndur er samtímis á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Þá fjöllum við um hópsýkinguna á Landakoti en tíu dauðsföll eru talin tengjast henni.

Í fréttatímanum verður jafnframt rætt við forsætisráðherra um skimanir á landamærum, talað við lækni á Barnaspítala Hringsins um börn sem þangað hafa leitað eftir að hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva og fjallað um baráttu gegn einelti. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×