Viðskipti innlent

Piparkökur og sjónvörp seljast sem aldrei fyrr

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
„Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. 
„Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.  VÍSIR/EGILL

Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra.

Mikil aukning hefur orðið í sölu á raftækjum í ár og hefur orðið mikil aukning í sölu á sjónvörpum. 

„Fólk er kannski meira fyrir framan skjáinn og það er bæði að endurnýja og fjölgan sjónvarpstækjum á heimilinu. Fólk er í rauninni að kaupa sér tíma fyrir framan skjáinn. Ég þurfi að gera það heima hjá mér, þar var bárátta um sjóvarpið þannig það þurfti að fjölga um eitt,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko.

Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri hjá Elko segir að mikil aukning hafi orðið í sölu á nær öllum raftækjum. VÍSIR/EGILL

Í raun sé aukning í sölu á flestum raftækjum hjá Elko. Sérstaklega sækir fólk í afþreyingu á borð við leikjatölvur og þá hefur netverslun tvöfaldast frá því í fyrra.

Þá virðast jólin ætla að vera fyrr á ferðinni í ár en í Krónunni rjúka bökunarvörurnar úr hillunum. Ásókn í piparkökur er helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra.

„Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn. Þetta mál líka sjá á piparkökum og öðru sem við höfðum áætlað ákveðið magn en það var bara sprungið nánast á fyrsta degi,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar.

Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra.

Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra og netverslun hjá Elko hefur tvöfaldast. VÍSIR/EGILL

„Þarna má sjá til dæmis úrvalskjöt og osta en samt í bland við ódýrari vörur. Við finnum það alveg að skórinn er farinn að kreppa á ýmsum stöðum og fólk er orðið meðvitaðar um verðlagningu kannski heldur en áður. Eftirspurnin frá viðskiptavinum er sú að nú viljum við bara vera heima og hafa það kósí,“ segir Ásta Sigríður. Þá hefur orðið mikil aukning í sölu á kaffivélum og kaffihylkjum hjá Elko.

„Og það er væntanlega fólk er meira að vinna heima og kaffineyslan er að færast inn á heimilin,“ segir Arinbjörn.

Ásta Sigríður bætir við að eftirspurn eftir skauti hafi aukist mjög mikið. „Eftir skrauti og ýmsu dóti til að hafa stemningu, hún hefur aukist mjög mikið.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×