Körfubolti

Kostu­leg saga af Hauki Helga: Skreið undir bíl vegna kríu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur Helgi meiddist á nára og leikur ekki með liði sínu Andorra næstu vikurnar. Hann hafði farið vel af stað í spænska boltanum.
Haukur Helgi meiddist á nára og leikur ekki með liði sínu Andorra næstu vikurnar. Hann hafði farið vel af stað í spænska boltanum. Andorra

Í Körfuboltakvöldi í gær var farið yfir það helsta sem atvinnumennirnir okkar eru að gera á Spáni. Þar leika þeir Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson og Tryggvi Snær Hlinason.

Martin Hermannsson er hægt og rólega að venjast öllu hjá Valencia. Hann átti svo afbragðsleik gegn Real Madríd nýverið. Haukur Helgi hafði spilað frábærlega með Andorra í síðasta leik sínum áður en hann meiddist á nára.

Þá er Tryggvi Snær alltaf að spila meira og með Zaragoza.

Teitur Örlygsson ræddi aðeins meira um Hauk og hvernig leikmaður hann er. Í kjölfarið kom upp kostuleg saga um Hauk og fugla en hann er víst dauðhræddur við kríur.

„Hann skreið undir jeppann hjá mér, hann var svo hræddur við kríuna,“ sagði Teitur um viðbrögð Hauks við því að sjá kríu er þeir voru í veiði fyrr á þessu ári.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Skreið undir bíl vegna kríu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×