„Var í þrjú ár að keppa við þá bestu i heimi á öðrum fætinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 13:00 Isaiah Thomas í leik með Boston Celtics þar sem ferill hans náði hæstum hæðum. Getty/Maddie Meyer Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Thomas segist vera búinn að ná sér að fullu eftir mjaðmaraðgerð og hann sé nú tilbúinn að láta aftur af sér kveða í NBA-deildinni. Isaiah Thomas sló í gegn með Boston Celtics fyrir nokkrum árum. Hann skoraði meðal annars 22,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar í leik á fyrsta heila tímabilinu og meðaltöl hans á 2016-17 tímabilinu með Boston voru 28,9 stig og 5,9 stoðsendingar í leik. Meiðsli settu aftur á móti mikinn svip á síðustu ár sem endaði með því að Los Angeles Clippers sendi hann til Washington Wizards sem svo losuðu sig við hann. Áður hafði hann spilað hjá Cleveland, Los Angeles Lakers og Denver. Three years removed from an MVP-caliber season, @isaiahthomas is finally feeling like his old self (via @wojespn) pic.twitter.com/jOttclLdFq— ESPN (@espn) October 6, 2020 Síðustu ár hafa verið sársaukafull og svekkjandi fyrir Isaiah Thomas sem var nánast gleymdur og grafinn þrátt fyrir að vera nýbúinn að halda upp á 31 árs afmælið sitt. Nú er aftur á móti breyttir tímar fyrir þennan skemmtilega bakvörð og Isaiah Thomas vill komast aftur í NBA-deildina. „Þetta er eins og dagur og nótt fyrir mig,“ sagði Isaiah Thomas í viðtali við ESPN en hann fór í aðgerðina fyrir fimm mánuðum síðan. From the last pick on the draft and through personal tragedy Isaiah Thomas finished 5th in MVP voting. What a story. pic.twitter.com/RWAOsDPC62— Celtics SZN (@celtsSZN) October 1, 2020 „Ég er laus við sársaukann og hef nú aftur fulla hreyfigetu. Í þrjú ár þá var ég að keppa við þá bestu í heimi á öðrum fætinum. Krakkarnir mínir þurftu þá að hjálpa mér að komast í sokkana á morgnanna,“ sagði Thomas. „Núna get ég lyft og ég fer alveg niður í hnébeygjunni. Ég get æft tvisvar á dag. Mér líður eins og ég sé aftur 31 árs gamall,“ sagði Isaiah Thomas. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað NBA lið sé nú tilbúið að veðja á hann. NBA Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Thomas segist vera búinn að ná sér að fullu eftir mjaðmaraðgerð og hann sé nú tilbúinn að láta aftur af sér kveða í NBA-deildinni. Isaiah Thomas sló í gegn með Boston Celtics fyrir nokkrum árum. Hann skoraði meðal annars 22,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar í leik á fyrsta heila tímabilinu og meðaltöl hans á 2016-17 tímabilinu með Boston voru 28,9 stig og 5,9 stoðsendingar í leik. Meiðsli settu aftur á móti mikinn svip á síðustu ár sem endaði með því að Los Angeles Clippers sendi hann til Washington Wizards sem svo losuðu sig við hann. Áður hafði hann spilað hjá Cleveland, Los Angeles Lakers og Denver. Three years removed from an MVP-caliber season, @isaiahthomas is finally feeling like his old self (via @wojespn) pic.twitter.com/jOttclLdFq— ESPN (@espn) October 6, 2020 Síðustu ár hafa verið sársaukafull og svekkjandi fyrir Isaiah Thomas sem var nánast gleymdur og grafinn þrátt fyrir að vera nýbúinn að halda upp á 31 árs afmælið sitt. Nú er aftur á móti breyttir tímar fyrir þennan skemmtilega bakvörð og Isaiah Thomas vill komast aftur í NBA-deildina. „Þetta er eins og dagur og nótt fyrir mig,“ sagði Isaiah Thomas í viðtali við ESPN en hann fór í aðgerðina fyrir fimm mánuðum síðan. From the last pick on the draft and through personal tragedy Isaiah Thomas finished 5th in MVP voting. What a story. pic.twitter.com/RWAOsDPC62— Celtics SZN (@celtsSZN) October 1, 2020 „Ég er laus við sársaukann og hef nú aftur fulla hreyfigetu. Í þrjú ár þá var ég að keppa við þá bestu í heimi á öðrum fætinum. Krakkarnir mínir þurftu þá að hjálpa mér að komast í sokkana á morgnanna,“ sagði Thomas. „Núna get ég lyft og ég fer alveg niður í hnébeygjunni. Ég get æft tvisvar á dag. Mér líður eins og ég sé aftur 31 árs gamall,“ sagði Isaiah Thomas. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað NBA lið sé nú tilbúið að veðja á hann.
NBA Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn