Innlent

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verið er að innkalla kjúkling frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Myndin er úr safni.
Verið er að innkalla kjúkling frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Myndin er úr safni. Vísir/Getty

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingum frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er að innkalla kjúklinginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að innköllunin nái einungis til eftirfarandi rekjanleikanúmera:

  • 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Holta-, Kjörfugl og Krónu-kjúklingur)
  • 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Heill fugl, bring­ur, lund­ir, bit­ar)

Kjúklingnum hefur verið dreift í eftirfarandi verslanir: Iceland­versl­an­ir, Hag­kaupsversl­an­ir, Krón­an, KR Vík, Kjar­val, Nettó, Costco, Extra24, Heim­kaup, Kf. Skag­f­irðinga, Bjarna­búð, Kjör­búðin, Kaup­fé­lag Vest­ur-Hún­vetn­inga, Olís Versl­un Varma­hlíð, Basko/​10-11.

Eru neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum eru beðnir að skila þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×