Lífið

Sala hafin á Fokk Ofbeldi bol með mynd frá Önnu Maggý og ljóði GDRN

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eliza Reid, Króli (Kristinn Óli Haraldsson) og Chanel Björk Sturludóttir eru meðal þeirra sem sátu fyrir í herferðinni í ár.
Eliza Reid, Króli (Kristinn Óli Haraldsson) og Chanel Björk Sturludóttir eru meðal þeirra sem sátu fyrir í herferðinni í ár. UN Women

UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins.

Bolurinn í ár er rjómalitaður í oversized sniði úr mjúkri bómull. Ljósmyndarinn Anna Maggý tók myndina framan á bolnum, þar sem sjá má FO myndað á táknmáli, til ítrekunar á mikilvægi þess að hlusta á raddir allra í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skilja engan eftir.  Allur ágóði sölunnar rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon.

Hekla Elísabet AðalsteinsdóttirUN Women

Þegar neyð ríkir eru konur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Í kjölfar sprenginganna síðastliðin 4. ágúst og Covid-19 faraldursins hefur ofbeldi gegn konum farið stigvaxandi í Líbanon. Með því að kaupa FO bolinn tekur hver og einn þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar.

Georg LeiteUN Women

FO langerma bolurinn kostar 7.900 krónur og fæst á www.unwomen.is og í í verslunum Vodafone sem er jafnframt bakhjarl átaksins. Taka skal fram að FO bolurinn fæst í takmörkuðu upplagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×