Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 00:01 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, í ræðustól í dag. Vísir/Getty Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira