Innlent

Í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að fróa sér í Strætó

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa fróað sér í Strætó í viðurvist barna.
Maðurinn var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa fróað sér í Strætó í viðurvist barna. Vísir/Vilhelm

Maður var í byrjun þessa mánaðar dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa fróað sér í Strætó fyrir framan börn. Maðurinn var í strætisvagni á leiðinni frá Reykjanesbæ í Hafnarfjörð þegar þrjú börn urðu vitni að atferli hans og sýndi hann með háttsemi sinni „af sér lostugt og ósiðlegt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra,“ að því sem fram kemur í dómnum.

Maðurinn játaði á sig verknaðinn og hefur hann tvisvar áður komið til kasta lögreglu vegna minniháttar þjófnaðarbrota.

Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir athæfið og þarf hann einnig að greiða tveimur barnanna, sem urðu vitni að athæfinu, 500 þúsund krónur í miskabætur fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Fullnustu refsingar var þó frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi maðurinn almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×