Innlent

Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni

Andri Eysteinsson skrifar
Strætisvagninn hóf ferillinn á leið nr.18.
Strætisvagninn hóf ferillinn á leið nr.18. Twitter/Strætó

Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. Ljósmæðrafélag Íslands stendur að baki vagninum sem er rafvagn og fór í jómfrúarferð sína í dag og var haldið af stað frá Spöng.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tileinkaði hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 á þingi sínu en einnig eru 200 ár liðin frá fæðingu Florence Nightingale. Stofnunin vildi með þessu vekja athygli á störfum og mikilvægi stéttanna og af því tilefni ákvað Ljósmæðrafélag Íslands að slá til. Ljósmæður nýttu tækifærið, minntu á sig og ítrekuðu mikilvægi sitt með því að festa kaup á auglýsingu hjá Strætó bs.

Vagninn er skreyttur teikningum sem sýna konur í fæðingu og við hlið þeirra stendur „Við tökum vel á móti þér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×