Innlent

Öllum hjólbörðunum stolið undan bílaleigubíl

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglustöðin í Reykjanesbæ.
Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm

Að undanförnu hefur borið á því að brotist hafi verið inn í bílaleigubíla á Suðurnesjum og verðmætum stolið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Síðustu helgi var öllum fjórum hjólbörðunum stolið undan bílaleigubíl einum.

Þar segir að dýrum tækjabúnaði, svo sem framrúðumyndavélum, vélartölvum, útvarpstækjum og miðstöðvum hafi verið stolið. Eins eru dæmi þess að ljósabúnaður bílanna hafi verið fjarlægður.

„Nú síðast um helgina var öllum fjórum hjólbörðunum stolið undan bílaleigubíl.“

Lögregla beinir þeim tilmælum til forráðamanna bílaleiga að ganga vel og tryggilega frá bifreiðum í þeirra eigu eða umsjá. Eins eru forráðamenn bílanna hvattir til að geyma þá ekki á fáförnum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×