Innlent

Strætisvagn og fólksbíll skullu saman við Egilshöll

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi í Grafarvogi
Frá vettvangi í Grafarvogi Vísir/Aðsend

Á ellefta tímanum í kvöld urðu tveir árekstrar með stuttu millibili í Reykjavík. Við Egilshöll í Grafarvogi varð það óhapp að Strætisvagn á leið lenti saman við fólksbíl. Engin slys eru talin hafa orðið á fólki við áreksturinn en nokkur olía lak úr bílunum og var slökkvilið því kallað til hreinsunarstarfs.

Þá varð árekstur á Háaleitisbrautinni á svipuðum tíma en þar lauk eftirför lögreglu með því að ökumaður bíls ók á tvær aðrar bifreiðar. RÚV greinir frá því að líkt og í Grafarvogi munu ekki hafa orðið slys á fólki vegna árekstursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×