Innlent

Svona ekur strætó yfir jól og áramót

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþegar Strætó ættu að kynna sér áætlun vagnanna yfir hátíðarnar.
Farþegar Strætó ættu að kynna sér áætlun vagnanna yfir hátíðarnar. Vísir/vilhelm

Akstur Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verður samkvæmt helgidagaáætlun yfir jól og áramót. Nánari útlistun á akstri Strætó yfir hátíðarnar má finna hér að neðan.

Höfuðborgarsvæðið: Til að skoða akstur Strætó á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót 2019, smellið hér.

  • 24. desember: Ekið verður samkvæmt laugardagsáætlun en bætt við auka ferðum um morguninn. Ekið verður til ca. 15:00.
  • 25. desember: Ekið verður samkvæmt sunnudagsáætlun.
  • 26. desember: Ekið verður samkvæmt sunnudagsáætlun.
  • 31. desember: Ekið verður samkvæmt laugardagsáætlun en bætt við auka ferðum um morguninn. Ekið verður til ca. 15:00.
  • 1. janúar: Ekið verður samkvæmt sunnudagsáætlun.

Landsbyggðin: Til að skoða akstur Strætó á landsbyggðinni yfir jól og áramót 2019, smellið hér

  • 24. desember: Ekið verður samkvæmt laugardagsáætlun til hádegis. (Þetta á ekki við um allar leiðir. Við mælum til þess að fólk skoði hlekkinn hér að ofan)
  • 25. desember: Enginn akstur
  • 26. desember: Ekið verður samkvæmt sunnudagsáætlun.
  • 31. desember: Ekið verður samkvæmt laugardagsáætlun til hádegis. (Þetta á ekki við um allar leiðir út á landi. Við mælum til þess að fólk skoði hlekkinn hér að ofan)
  • 1. janúar: Enginn akstur.

Opnunartími þjónustuvers Strætó 

  • Aðfangadagur jóla, 24. desember: Opið frá kl. 07:00-14:00
  • Jóladag 25. desember: Opið frá kl. 09:00-14:00 
  • Annar í Jólum, 26. desember: Opið frá 09:00-14:00
  • Gamlársdagur, 31. desember: Opið frá 07:00-14:00
  • Nýársdagur, 1. janúar: Opið frá kl. 09:00-14:00 

Sími í þjónustuveri er 540-2700. Sími Akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra er 540-2727.

Opnunartími farmiðasölu í Mjódd 

  • Aðfangadagur jóla, 24. desember: Opið frá 07:00 - 12:00
  • Jóladag 25. desember: Lokað
  • Annar í Jólum, 26. desember: Opið frá 12:30 - 18:00
  • Gamlársdagur, 31. desember: Opið frá 07:00 - 12:00
  • Nýársdagur, 1. janúar – Lokað

Akstursþjónusta fatlaðs fólks og aldraðra

  • Aðfangadagur jóla, 24. desember: Ekið frá 06:30-17:00
  • Jóladag 25. desember: Ekið frá 09:00-01:00
  • Annar í Jólum, 26. desember: Ekið frá 09:00-01:00
  • Gamlársdagur, 31. desember: Ekið frá 06:30-17:00
  • Nýársdagur, 1. janúar: Ekið frá 09:00-01:00

Sími Akstursþjónustunnar er 540-2727.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×