Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst og truflanir á ferðum Strætó

Eiður Þór Árnason skrifar
Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.
Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Páll
Öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Flugi félagsins til og frá Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Grímsey hefur verið fellt niður. Flug félagsins á morgun er enn á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu.

Öllum flugferðum Flugfélagsins Ernis í dag hefur sömuleiðis verið aflýst. Einnig eru truflanir á ferðum Strætó á landsbyggðinni. Truflanir eru á ferðum Strætó á leiðum 51, 52 og 57. Strætó hvetur alla farþega til að fylgjast grannt með veðurspá og tilkynningum á Twitter síðu Strætó eða á heimasíðu Strætó.

Tilkynnt hefur verið að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur muni sigla til Þorlákshafnar í dag vegna veðurs.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Faxaflóa vegna suðaustan roks og rigningar. Appelsínugulur er næst hæsta viðvörunarstig Veðurstofunnar.

Gul viðvörun er enn í gildi fyrir aðra landshluta fyrir utan Vestfirði. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar felur appelsínugul viðvörun í sér „miðlungs til eða miklar líkur á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum.“

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:31 með upplýsingum frá Flugfélaginu Erni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×