Viðskipti innlent

Barnaloppan varar við hættulegum snudduböndum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Umrædd snuddubönd.
Umrædd snuddubönd. Neytendastofa
Barnavörumarkaðurinn Barnaloppan hefur innkallað svokölluð snuddubönd vegna slysahættu. Ástæða innköllunarinnar er sögð vera sú að varan sé „ekki framleidd í samræmi við kröfur.“ Til að mynda geti slaufa sem fest er við snuddubandið losnað, en við það myndist köfnunarhætta. Þar að auki er bandið sjálft talið of langt en snuddubönd mega ekki vera lengri en 22 sentímetrar.

Sérstaklega er tekið fram í viðvörun Neytendastofu að snudduböndin hafi verið seld á bás 16 í Barnaloppunni. Í versluninni býðst fólki að leigja bása og selja notaðar barnavörur á verði sem það ákveður sjálft. Aukinheldur þarf fólk ekki sjálft að standa vaktina því starfsfólk sér um að afgreiða vörurnar með aðstoð rafrænnar vöktunar.

Sjá einnig: Opna markað fyrir kaup og sölu á notaðri barnavöru

Barnaloppan hvetur viðskiptavini sem hafa keypt snudduband úr bás 16 til að koma með það í verslunina og fá vöruna endurgreidda. Að sama skapi hvetur Neytendastofa fólk til að vera meðvitað um um að snuddubönd eiga að vera merkt EN 12586.

„Ef númer þessa staðals er á vörunni þá er mjög líklegt að varan sé í lagi og hafi verið framleidd í samræmi við kröfur,“ eins og segir á vef Neytendastofu.


Tengdar fréttir

Sprenging í verslun Íslendinga með notuð föt

Fleiri hundruð Íslendingar ákveða að selja föt sín á nytjamörkuðum í hverjum mánuði og slíkir markaðir spretta nú upp í stærstu verslunarmiðstöðvum landsins. Viðskiptavinirnir segja bæði budduna og umhverfisvitundina njóta góðs af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×