Erlent

Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó

Andri Eysteinsson skrifar
Haradunaj sagði af sér vegna ásakana um stríðsglæpi í júní síðastliðnum.
Haradunaj sagði af sér vegna ásakana um stríðsglæpi í júní síðastliðnum. Getty/NurPhoto
Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. BBC greinir frá.

Í tvígang hefur verið réttað yfir Haradinaj vegna starfa hans í hernum en hann hefur verið sýknaður í bæði skiptin. Nú hafa engar formlegar ákærur hins vegar verið gefnar út og því býður Haradinaj sig fram að nýju fyrir AAK flokk sinn.

Kosningarnar á morgun eru þær fjórðu frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Serbíu árið 2008. Haradinaj tók við embætti af Isa Mustafa í september 2017. Ósætti við störf samsteypustjórnar Haradinaj er talið vera byr undir báða vængi elsta stjórnmálaflokks landsins, hægri flokksins LDK, og vinstri flokksins Vetevendosje sem er leiddur af Albin Kurti en flokkarnir tveir skiptast á að leiða skoðanakannanir í aðdraganda kosninga.

Lagaprófessorinn Vjosa Osmani leiðir LDK flokkinn og verður, með sigri LDK, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Kósóvó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×