Viðskipti innlent

Arnþór tekur við nýrri stöðu hjá AVIS

Atli Ísleifsson skrifar
Arnþór Jónsson.
Arnþór Jónsson. avis
Arnþór Jónsson hefur tekið við sem sölustjóri innanlandsmarkaðar hjá bílaleigunni AVIS. Hann hefur áður starfað sem verkefnastjóri á innanlandsmarkaði.

Í tilkynningu frá bílaleigunni segir að starfið sé tilkomið vegna aukinna umsvifa og mikils vaxtar á starfsemi AVIS innanlands.

„Arnþór starfaði áður sem ráðgjafi á fyrirtækjasviði hjá Intrum/Motus ehf. á árunum 2010 til 2018 áður en hann gekk til liðs við AVIS.

Hann lauk M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum með áherslu á kínversku og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008,“ segir í tilkynningunni.

Alls starfa um 150 hjá AVIS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×