Erlent

Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Fólkinu var komið til bjargar á þýska björgunarskipinu Alan Kurdi á miðivikudag en er nú komið til hafnar á Möltu.
Fólkinu var komið til bjargar á þýska björgunarskipinu Alan Kurdi á miðivikudag en er nú komið til hafnar á Möltu.
Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu eru komnir í höfn á Möltu.

Þýska sjóbjörgunarsveitin Sea-Eye björguðu 40 flóttamönnum af litlum báti undan ströndum Líbíu síðastliðinn miðvikudag.

Í fyrstu sigldi sveitin fólkinu að höfninni í Lampedusa í suðurhluta Ítalíu, sem þeir álitu öruggustu nærliggjandi höfnina en Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, sendi þá frá sér yfirlýsingu þess efnis að skip Sea-Eye væri bannað við strendur landsins.

Á laugardag sendi Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, frá sér yfirlýsingu um að hann hafi komist að samkomulagi við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að leyfa fólkinu að koma til hafnar í Möltu. Evrópusambandið muni svo koma til með að veita þeim vernd, enginn þeirra verði áfram á Möltu.



Á Twitter síðu þýsku björgunarsveitarinnar kemur fram að þeim hafi verið ráðlagt að ferja flóttamennina aftur til Líbíu en það kom ekki til greina „Líbía er ekki örugg,“  var skrifað á Twitter.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×