Íslensk tunga í hávegum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2019 07:15 Graduale Future á Austurvelli á 17. júní fyrir tveimur árum, nú mun kórinn syngja í Winnepeg. „Við munum hafa íslenska tungu í hávegum í þessari ferð sem ég veit að verður einstök upplifun,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, stjórnandi ungmennakórsins Graduale Futuri, um vesturför kórsins sem lagt verður í þann 13. júní. Graduale Futuri er einn af Langholtskirkjukórunum. Rósa er búin að vera með hann í tólf ár og segir hann búinn að vera eitt ár að undirbúa þessa ferð. „Við fljúgum til Minneapolis og ætlum að feta í fótspor Stikkilsberja-Finns við upptök Mississippifljótsins og heimsækja íslensku nýlenduna í Norður-Dakóta þar sem skáldin Stephan G. Stephansson og Káinn (Kristján Níels Jónsson) bjuggu. Stephan G. nefndi sína sveit eftir Garðari Svavarssyni og héraðið ber enn nafnið Gardar,“ lýsir Rósa. „Svo heimsækjum við Nýja Ísland, þar sem fyrstu landnemarnir stigu á land í október árið 1875. Aðalerindið er samt að syngja á þjóðhátíðardaginn í Winnipeg, við styttu Jóns Sigurðssonar sem er eftirgerð styttunnar á Austurvelli. Þar verður deginum fagnað og með okkur syngur vesturíslenskur Sólskríkjukór. Svo storma allir samkomugestir í listasal fylkisins á tónleika hjá okkur. Þeir eru vel auglýstir vestra og mikið við haft. Þarna er fólk sem vill viðhalda sinni íslensku menningu og tungu og keyrir mörg hundruð kílómetra til að upplifa slíka stemningu, ekki síst þegar gestir koma frá Íslandi.“ Rósa hefur stjórnað kórnum í tólf ár. Rósa kveðst sjálf hafa farið með danshópi á slóðir Vestur-Íslendinga 2006 og þá komist á bragðið. „Andrúmsloftið er svo einstakt og mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum, enda er hann hluti af okkar menningarsögu. Það hentaði vel að fara núna, svona í skólalok þegar allir eru í söngformi.“ Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 10-15 ára að sögn Rósu. „Svo fer einn bróðir með sem er sextán ára og er í söngnámi, hann syngur eitthvað með okkur.“ Þetta er níu daga ferð. Við förum að Gimli, heimsækjum grunnskólann þar, svo syngjum við á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum og eflaust úti um hvippinn og hvappinn!“ Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Graduale Futuri að halda fjölbreytta tónleika í Langholtskirkju í kvöld sem hefjast klukkan 20. Auk væntanlegra ferðalanga verður Magnús Ragnarsson organisti á sínum stað. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og upphæðin rennur beint í ferðasjóð kórfélaga. Frítt inn fyrir börn yngri en 16 ára. Birtist í Fréttablaðinu Kanada Tónlist Kórar Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Sjá meira
„Við munum hafa íslenska tungu í hávegum í þessari ferð sem ég veit að verður einstök upplifun,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, stjórnandi ungmennakórsins Graduale Futuri, um vesturför kórsins sem lagt verður í þann 13. júní. Graduale Futuri er einn af Langholtskirkjukórunum. Rósa er búin að vera með hann í tólf ár og segir hann búinn að vera eitt ár að undirbúa þessa ferð. „Við fljúgum til Minneapolis og ætlum að feta í fótspor Stikkilsberja-Finns við upptök Mississippifljótsins og heimsækja íslensku nýlenduna í Norður-Dakóta þar sem skáldin Stephan G. Stephansson og Káinn (Kristján Níels Jónsson) bjuggu. Stephan G. nefndi sína sveit eftir Garðari Svavarssyni og héraðið ber enn nafnið Gardar,“ lýsir Rósa. „Svo heimsækjum við Nýja Ísland, þar sem fyrstu landnemarnir stigu á land í október árið 1875. Aðalerindið er samt að syngja á þjóðhátíðardaginn í Winnipeg, við styttu Jóns Sigurðssonar sem er eftirgerð styttunnar á Austurvelli. Þar verður deginum fagnað og með okkur syngur vesturíslenskur Sólskríkjukór. Svo storma allir samkomugestir í listasal fylkisins á tónleika hjá okkur. Þeir eru vel auglýstir vestra og mikið við haft. Þarna er fólk sem vill viðhalda sinni íslensku menningu og tungu og keyrir mörg hundruð kílómetra til að upplifa slíka stemningu, ekki síst þegar gestir koma frá Íslandi.“ Rósa hefur stjórnað kórnum í tólf ár. Rósa kveðst sjálf hafa farið með danshópi á slóðir Vestur-Íslendinga 2006 og þá komist á bragðið. „Andrúmsloftið er svo einstakt og mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum, enda er hann hluti af okkar menningarsögu. Það hentaði vel að fara núna, svona í skólalok þegar allir eru í söngformi.“ Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 10-15 ára að sögn Rósu. „Svo fer einn bróðir með sem er sextán ára og er í söngnámi, hann syngur eitthvað með okkur.“ Þetta er níu daga ferð. Við förum að Gimli, heimsækjum grunnskólann þar, svo syngjum við á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum og eflaust úti um hvippinn og hvappinn!“ Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Graduale Futuri að halda fjölbreytta tónleika í Langholtskirkju í kvöld sem hefjast klukkan 20. Auk væntanlegra ferðalanga verður Magnús Ragnarsson organisti á sínum stað. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og upphæðin rennur beint í ferðasjóð kórfélaga. Frítt inn fyrir börn yngri en 16 ára.
Birtist í Fréttablaðinu Kanada Tónlist Kórar Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Sjá meira