Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 15:08 Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira