Innlent

Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu

Sighvatur Jónsson skrifar
Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára.

Fjöldi listamanna bauð upp verk sín. Þá gafst fólki kostur á að kaupa kökur, lífrænt múslí og tefla við skákbörn Laufásborgar.

Rúna, 5 ára, segir að hún hafi einu sinni unnið Hannes afa sinn í skák. Hann sé mjög góður í skák og hafi stundað hana lengur en hún sjálf.

Inga Jóna, 6 ára, segir að drottningin sé uppáhaldstaflmaðurinn sinn, því hún geti gert svo margt. Inga Jóna er ein af þeim sem fór á heimsmeistaramót í skák í Albaníu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×