Erlent

Verja 183 milljónum í hreinsunarstarf eftir Víetnamstríðið

Andri Eysteinsson skrifar
Á þessari mynd frá 1970 sést bandarísk flugvél úða Agent Orange á regnskóga Víetnam.
Á þessari mynd frá 1970 sést bandarísk flugvél úða Agent Orange á regnskóga Víetnam. Getty/Dick Swanson
Bandaríska þróunarstofnunin USAID, mun verja 183 milljónum dala í hreinsunarátak á herstöðum Bandaríkjanna sem notaðar voru í Víetnamstríðinu. BBC greinir frá.

Átakinu er ætlað að fjarlæga allar leifar af eiturefninu Agent Orange sem bandarískar hersveitir beittu í stríðinu milli 1961 og 1971. Efnið, sem innihélt eitt eitraðasta efni sem þekkt er, Díoxín, var notað í þeim tilgangi að eyða regnskógum til þess að afhjúpa hermenn Norður-Víetnam.

Efnið situr hins vegar enn í jarðvegi í Víetnam og hefur áhrif á heilsu landsmanna, meira en fjórum áratugum eftir að notkun efnisins var hætt. Eiturefnið Díoxín er talið auka líkur á krabbameini og fæðingargöllum.

Áætlað er að átak USAID muni standa yfir í 10 ár, unnið verður að mestu í kringum Bien Hoa flugvöll, rétt utan við Ho Chi Minh borg sem er sá hluti landsins þar sem mest af efninu greinist.

Bandaríkjaher notaði yfir 80 milljónir lítra af efninu sem hefur seytlað niður í jarðveg og lekið í og mengað ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×