Áhersla á vistvæna hönnun orðin meiri Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 16:47 Ragna Sara Jónsdóttir, eigandi hönnunarfyrirtækisins FÓLKs. Skjáskot/Stöð 2 Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“ HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“
HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00