VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2019 10:24 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Baldur Hrafnkell Jónsson Stjórn VR hefur lagt upp með fimmtán verkfallsdaga hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í lok mars og apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Verði ekki samið um kjarasamninga, sem runnu út í árslok 2018, er stefnt á allsherjarvinnustöðvun á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. „Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall,“ segir á vef VR. Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. „Atvinnurekendur höfnuðu kröfum félagsins og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018. Þann 21. febrúar, mat félagið það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar, þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.“Sjá kröfugerð félagsins og tilboð Samtaka atvinnulífsins hér.VR hefur því ákveðið að efna til leynilegrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal félagsmanna VR sem starfa hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og hjá eftirfarandi fyrirtækjum með staðsetningu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Hveragerði: Fosshótel Reykjavík ehf. Íslandshótel hf. Flugleiðahótel ehf. Cabin ehf. Hótel Saga ehf. Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. Hótel Klettur ehf. Örkin Veitingar ehf. Keahótel ehf. Hótel Frón ehf. Hótel 1919 ehf. Hótel Óðinsvé hf. Hótel Leifur Eiríksson ehf. Hótel Smári ehf. Fjörukráin ehf. (Hotel Viking) Hótel Holt Hausti ehf. Hótelkeðjan ehf. CapitalHotels ehf. Kex Hostel 101 (einn núll einn) hótel ehf. Aðeins félagsmenn VR í ofangreindum fyrirtækjum og hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR munu kjósa um verkfall. Kosið er um að samþykkja eða hafna verkfallsaðgerðum samkvæmt eftirfarandi dagsetningum: Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur) Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar) Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019. Kjaramál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Stjórn VR hefur lagt upp með fimmtán verkfallsdaga hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í lok mars og apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Verði ekki samið um kjarasamninga, sem runnu út í árslok 2018, er stefnt á allsherjarvinnustöðvun á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. „Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall,“ segir á vef VR. Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. „Atvinnurekendur höfnuðu kröfum félagsins og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018. Þann 21. febrúar, mat félagið það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar, þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.“Sjá kröfugerð félagsins og tilboð Samtaka atvinnulífsins hér.VR hefur því ákveðið að efna til leynilegrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal félagsmanna VR sem starfa hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og hjá eftirfarandi fyrirtækjum með staðsetningu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Hveragerði: Fosshótel Reykjavík ehf. Íslandshótel hf. Flugleiðahótel ehf. Cabin ehf. Hótel Saga ehf. Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. Hótel Klettur ehf. Örkin Veitingar ehf. Keahótel ehf. Hótel Frón ehf. Hótel 1919 ehf. Hótel Óðinsvé hf. Hótel Leifur Eiríksson ehf. Hótel Smári ehf. Fjörukráin ehf. (Hotel Viking) Hótel Holt Hausti ehf. Hótelkeðjan ehf. CapitalHotels ehf. Kex Hostel 101 (einn núll einn) hótel ehf. Aðeins félagsmenn VR í ofangreindum fyrirtækjum og hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR munu kjósa um verkfall. Kosið er um að samþykkja eða hafna verkfallsaðgerðum samkvæmt eftirfarandi dagsetningum: Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur) Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar) Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar) Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.
Kjaramál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira