Með brotið bak fyrir sex mánuðum en skoraði fyrir landsliðið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Hayley Raso fagnar markinu með liðsfélögum sínum í ástralska landsliðinu. Getty/Cameron Spencer Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala. Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Knattspyrnukonan Hayley Raso hefur náð hreint ótrúlegum bata eftir hryllileg meiðsli sem hún varð fyrir í knattspyrnuleik síðasta haust. Hayley Raso braut þriðja hryggjarlið í leik með Portland Thorns í bandarísku deildinni í ágúst síðastliðnum. Hayley gafst ekki upp heldur kom sér aftur í gang og aftur inn á fótboltavöllinn og nú sex mánuðum síðar er hún farin að banka vel á landsliðsdyrnar fyrir HM í Frakklandi í sumar.Six months ago Australia footballer Hayley Raso broke her back and feared her career could be over. On Thursday she returned in stunning fashion https://t.co/mXFXUykjD5pic.twitter.com/4kq8xcRwo8 — BBC Sport (@BBCSport) March 1, 2019 Þessi 24 ára gamli kantmaður kórónaði endurkomu sína með því að skora fyrir ástralska landsliðið í 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í æfingamóti í dag. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Ég er svo spennt að vera aftur farin að spila fótbolta og það toppaði síðan allt að ná að skora,“ sagði Hayley Raso í viðtali við BBC eftir leikinn. Hayley Raso kom inn á sem varamaður í leiknum og innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Fyrir sex mánuðum lenti hún í mjög slæmu samstuði við markvörðinn Aubrey Bledsoe í leik með Portland Thorns á móti Washington Spirit. Hún braut þriðja hryggjarlið og hefði getað verið lömum fyrir lífstíð. „Mín fyrsta hugsun var: Ég mun ekki geta gengið aftur,“ sagði Hayley Raso í viðtali á heimasíðu ástralska knattspyrnusambandsins í september. „Ég brotnaði niður og allar þessar tilfinningar helltust yfir mig. Það eina sem ég gat hugsað um er hvernig get ég lifað svona,“ sagði Raso en betur fór en á horfðist. Hún var í eina og hálfa viku á sjúkrahúsi og fór síðan í krefjandi endurhæfingu þar sem hún lærði að ganga á nýjan leik. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að það leið yfir mig vegna sársaukans,“ sagði Hayley Raso í viðtali við ABC. Það má sjá meira um sögu hennar með því að smella hér fyrir neðan.Six months after breaking her back, Hayley Raso needed only three minutes to score: https://t.co/1c6WYoIfZs#Matildas#AUSvNZL@JacquelineH_ABC (Pic:AAP) pic.twitter.com/GfzTzvQS8K — ABC Grandstand (@abcgrandstand) February 28, 2019 Hayley Raso spilaði fyrsta leikinn með félagsliði sínu í janúar en hún spilar með Brisbane Roar. Næst á dagskránni er síðan að vinna sér sæti í HM-hópi Ástrala.
Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira