Erlent

Bítlunum skilað eftir fimmtíu ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bítlarnir.
Bítlarnir. Getty/nordicphotos
Maður að nafni Brian skilaði bókasafni í Ohio-ríki Bandaríkjanna nýverið tímariti sem hann fékk þaðan. Það þætti ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann stal því þaðan árið 1968.

Í liðinni viku barst bókasafninu í Cuyahoga-sýslu umslag sem innihélt septembertölublað tímaritsins Life frá árinu 1968 en Bítlarnir prýddu forsíðuna. Þar var einnig bréf frá Brian þar sem hann sagði að hann hefði stolið því skömmu eftir að það kom út. Bréfið innihélt einnig hundrað dollara seðil.

Tíu senta dagsektir liggja við seinum skilum en sektir eru að hámarki hundrað dollarar.

Í samtali við AP þakkaði safnstjórinn Brian fyrir að skila blaðinu. Það verður ekki til útláns framar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×