Mourinho: Liverpool liðið viltist af leið eftir jafnteflið við Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 12:30 Naby Keita fellur í teignum í leiknum á móti Leicester. Getty/Robbie Jay Barratt Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Liverpool liðið við beIN Sports þar sem hann starfar nú sem knattspyrnuspekingur eftir hann var rekinn frá Old Trafford. Jose Mourinho tók þátt í umræðunni í sjónvarpssal eftir markalaust jafntefli Liverpool á móti Everton um helgina. Mourinho segir 30. janúar hafa verið örlagadaginn fyrir Liverpool-liðið en þá gátu lærisveinar Jürgen Klopp náð sjö stiga forystu á Manchester City. Nú rúmum mánuði síðar er staðan allt önnur. Manchester City náð eins stigs forystu á Liverpool eftir umferðina um helgina. Ástæðan fyrir því að Portúgalinn nefnir 30. janúar er að á þeim degi gerði Liverpool 1-1 jafntefi við Leicester City en sá leikur fór fram daginn eftir að City tapaði mjög óvænt fyrir Newcastle. „Ég fékk það á tilfinninguna að City hafi þá fengið vind í seglin. Þetta eru leikir sem þú verður að klára,“ sagði Jose Mourinho. „Hversu mörgum leikjum mun City tapa á tímabilinu? Ekki mörgum, svo þegar þeir loksins tapa einum þá verður þú að vinna þinn leik,“ sagði Mourinho. „Ég man líka eftir samfélagsmiðlunum eftir tapleiki City á móti Newcastle þar sem allir voru að tala um það að City væri búið að missa af titlinum, meira að segja leikmenn City. Svo mistókst Liverpool liðinu að vinna daginn eftir,“ sagði Mourinho en hér fyrir neðan fer hann yfir þetta.The moment Mourinho first knew the Liverpool players were feeling the heat in the title race.#beINPL#beINMourinho Follow the reaction on the website https://t.co/AHNWcp7glSpic.twitter.com/x0eT9C656g — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 3, 2019Mourinho er á því að eftir þetta áfall á heimavelli á móti liði eins og Leicester City sem var í vandræðum á þessum tíma, þá hafi Liverpool liðið vilst af leið. Frá og með 30. janúar hefur Liverpool aðeins unnið 2 af 5 leikjum sínum í deildinni en þremur þeirra lauk með jafntefli. Á sama tíma hefur City-liðið klárað sína leiki og er nú komið í toppsæti deildarinnar. Það sem meira er að frá þessu jafntefli Liverpool við Leicester City hefur Liverpool þrisvar sinnum klárað 90 mínútur mínútur án þess að ná að skora eitt einasta mark ef við tökum með heimsleikinn í Meistaradeildinni á móti Bayern München. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Liverpool liðið við beIN Sports þar sem hann starfar nú sem knattspyrnuspekingur eftir hann var rekinn frá Old Trafford. Jose Mourinho tók þátt í umræðunni í sjónvarpssal eftir markalaust jafntefli Liverpool á móti Everton um helgina. Mourinho segir 30. janúar hafa verið örlagadaginn fyrir Liverpool-liðið en þá gátu lærisveinar Jürgen Klopp náð sjö stiga forystu á Manchester City. Nú rúmum mánuði síðar er staðan allt önnur. Manchester City náð eins stigs forystu á Liverpool eftir umferðina um helgina. Ástæðan fyrir því að Portúgalinn nefnir 30. janúar er að á þeim degi gerði Liverpool 1-1 jafntefi við Leicester City en sá leikur fór fram daginn eftir að City tapaði mjög óvænt fyrir Newcastle. „Ég fékk það á tilfinninguna að City hafi þá fengið vind í seglin. Þetta eru leikir sem þú verður að klára,“ sagði Jose Mourinho. „Hversu mörgum leikjum mun City tapa á tímabilinu? Ekki mörgum, svo þegar þeir loksins tapa einum þá verður þú að vinna þinn leik,“ sagði Mourinho. „Ég man líka eftir samfélagsmiðlunum eftir tapleiki City á móti Newcastle þar sem allir voru að tala um það að City væri búið að missa af titlinum, meira að segja leikmenn City. Svo mistókst Liverpool liðinu að vinna daginn eftir,“ sagði Mourinho en hér fyrir neðan fer hann yfir þetta.The moment Mourinho first knew the Liverpool players were feeling the heat in the title race.#beINPL#beINMourinho Follow the reaction on the website https://t.co/AHNWcp7glSpic.twitter.com/x0eT9C656g — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 3, 2019Mourinho er á því að eftir þetta áfall á heimavelli á móti liði eins og Leicester City sem var í vandræðum á þessum tíma, þá hafi Liverpool liðið vilst af leið. Frá og með 30. janúar hefur Liverpool aðeins unnið 2 af 5 leikjum sínum í deildinni en þremur þeirra lauk með jafntefli. Á sama tíma hefur City-liðið klárað sína leiki og er nú komið í toppsæti deildarinnar. Það sem meira er að frá þessu jafntefli Liverpool við Leicester City hefur Liverpool þrisvar sinnum klárað 90 mínútur mínútur án þess að ná að skora eitt einasta mark ef við tökum með heimsleikinn í Meistaradeildinni á móti Bayern München.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira