Viðskipti innlent

Nýi forstjórinn keypti fyrir tólf milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhelm Már tók til starfa þann 24. janúar.
Vilhelm Már tók til starfa þann 24. janúar. Eimskip
Vilhelm Már Þorsteinsson, sem ráðinn var forstjóri Eimskipafélags Íslands í janúar, keypti í dag hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 12,5 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar um viðskipti fruminnherja. Vilhelm Már, sem tók við stöðu forstjóra af Gylfa Sigfússyni, keypti 66 þúsund hluti á genginu 189,25.

Vilhelm, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs Íslandsbanka þar til í janúar, átti ekki bréf fyrir í félaginu.

Afkoma Eimskipa í fyrra var undir væntingum og varð tap á rekstrinum á síðasta ársfjórðungi 2018.


Tengdar fréttir

Einkafjárfestar þurfa að láta til sín taka

Helgi Magnússon fjárfestir segir víða hafa skort örugga forystu í hluthafahópum skráðra félaga á Íslandi. Stjórnarmenn þurfi að hafa beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá.

Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip 

Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna.

Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum

Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×