Enski boltinn

Úrvalsdeildin setur Tottenham afarkosti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nýr heimavöllur Tottenham er um það bil tilbúinn til notkunnar en það þarf að uppfylla öryggisprófanir áður en Tottenham getur flutt inn
Nýr heimavöllur Tottenham er um það bil tilbúinn til notkunnar en það þarf að uppfylla öryggisprófanir áður en Tottenham getur flutt inn vísir/getty
Tottenham mun ekki fá að spila á nýja heimavelli sínum á þessu tímabili nema hann verði tilbúinn fyrir næsta heimaleik. Enska úrvalsdeildin færði félaginu þessi tíðindi í dag samkvæmt frétt The Times.

Í upphafi tímabils ætlaði Tottenham bara að spila fyrstu heimaleikina á Wembley áður en nýi völlurinn yrði tekinn í notkun. Það hefur hins vegar þurft að fresta flutningum aftur og aftur og nú endar Tottenham líklega tímabilið á Wembley.

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið Tottenham skilningsríkir en nú er komið að þeim tímapunkti þar sem ákveða þarf hvar síðustu fimm heimaleikirnir verða leiknir.

Tottenham á enn eftir að halda tvo prófunarviðburði á vellinum til þess að fá leyfi fyrir því að halda heimaleik og því ólíklegt að þeir nái því.

Næsti heimaleikur Tottenham verður hins vegar ekki fyrr en í apríl svo það er enn möguleiki að ná því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×