Viðskipti innlent

Jökull H. Úlfsson nýr framkvæmdastjóri Stefnis

Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Jökull H. Úlfsson, nýr framkvæmdastjóri Stefnis.
Jökull H. Úlfsson, nýr framkvæmdastjóri Stefnis. Stefnir
Stjórn Stefnis hefur ráðið Jökul H. Úlfsson sem framkvæmdastjóra Stefnis, frá og með næstu mánaðamótum. Áður starfaði Jökull sem forstöðumaður mannauðs Arion banka.



Jökull tekur við starfinu af Flóka Halldórssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins síðustu 10 ár. Flóki óskaði sjálfur eftir starfslokum og mun taka sæti í stjórn félagsins á aðalfundi 18. mars.

Í yfirlýsingu frá Hrund Rudolfsdóttur, stjórnarformanni Stefnis, segir að undanfarin 10 ár hafi verið viðburðarík í sögu félagsins og einkennst af árangursríkri uppbyggingu sem Flóki Halldórsson leiddi. Fyrir hönd Stefnis þakkar hún Flóka fyrir sitt framlag á síðustu árum og býður Jökul H. Úlfsson velkominn til starfa.

Samkvæmt yfirlýsingunni er Stefnir stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 340 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið var stofnað árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×