Fótbolti

Spennandi fimmtudagur fyrir stelpurnar okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar fagna fyrsta marki ársins 2019.
Íslensku stelpurnar fagna fyrsta marki ársins 2019. Mynd/KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur sett stefnuna á það að tryggja sig inn á Evrópumótið í Englandi sem fer fram sumarið 2021.

Á morgun kemur í ljós hvaða lið verða í riðli íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021. Riðlarnir í undankeppninni verða níu talsins.  KSÍ segir frá.

Eitt lið fer beint úr hverjum riðli í lokakeppni EM 2021. Þau þrjú sem enda með bestan árangur í öðru sæti fylgja þeim þangað, en hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti.







Íslenska kvennalandsliðið er í öðrum styrkleikaflokki í drættinum og mætir því einu mjög sterku liði.

Liðin í fyrsta styrkleikaflokki eru Frakkland, Þýskaland, Holland, Spánn, Svíþjóð, Noregur, Sviss, Skotland og Ítalía. Eitt þeirra verður með Íslandi í riðli.

Jafnframt verður íslenska liðið ekki í riðli með hinum liðunum í öðrum styrkleikaflokki sem eru Austurríki, Danmörk, Belgía, Rússland, Wales, Úkraína, Finnland og Tékkland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×